Gott aðgengi hjá Whales of Iceland

Whales of Iceland leggur áherslu á að að bjóða uppá umhverfisfræðslu handa öllum. Við erum þar af leiðandi stolt af því að sýningin okkar er aðgengileg, meðal annars á eftirfarndi vegu:

Whales of Iceland er 100% aðgengileg fólki sem notar hjólastóla. Það er í boði að fá einn lánaðann fyrir þau sem þurfa. Við erum með sér-merkt og breið bílastæði rétt við innganginn, og sýningin er öll á einni hæð án nokkurra stiga eða þröskulda. Einnig erum við með sér-merkt klósett sem er nýtilegt hjólastólsnotendum.

Til gagns fyrir sjónskerta býður Whales of Iceland uppá fría hljóðleiðsögn á 16 málum og vonandi bráðum fleirum. Hljóðleiðsögnin er mjög vel lýsandi sem leifir öllum að njóta sýningarinnar, óháð sjónskerpu.

Í afgreiðslunni erum við með útprent af hljóðleiðsögninni á hverju máli handa heyrnarskertum gestum. Einnig eru öll myndböndin okkar og heimildarmyndin sýnd með enskum texta. Engin af sýningunum okkar sem bjóða uppá virka þáttöku reiða sig aðeins á hljóð, þannig allir geta notið þeirra.

Endilega hikið ekki við að hafa samband við okkur ef einhverjar áhyggjur eða spurnigar vakna!