Hvaleyrarskóli & Landakotskóli
Hvaleyrarskóli
3 bekkur í Hvaleyrarskóla kom í heimsókn til okkar á Hvalasýninguna! Krakkarnir voru ótrúlega áhugasöm og fróð um hvali og við nutum þess að fá þau í heimsókn. Nýja kennsluherbergið okkar sló í gegn! Þar fengu krakkarnir að skoða bein og snerta módelin okkar og skoða myndafyrirlestur með Rúnu líffræðingnum okkar áður en þau fóru í leiðsögn með Marinó um safnið.

LANDAKOTSKÓLI
Landakotskóli kom í heimsókn með nokkra nemendur sína. Krakkarnir voru ótrúlega fróð um hvali og hafa verið að vinna með kennurum sínum hvalaverkefni í skólanum. Marinó leiðsögumaður þurfti virkilega að hafa fyrir því að fræða krakkana sem á köflum vissu líklega meira en hann um hvali! Þau ætla svo að senda okkur myndir af verkefninu sínu.
Landakotsskóli came to visit. The kids were incredibly knowledgeable about whales and have been working with their teachers on a whaleproject. Marino, our guide, really had to step up his game to try to educate the kids who at times probably knew more than he about whales! We look forward to receive some pictures of their project.
